Typpatal
Auðunn Blöndal
NASA 30. nóvember 2005.
Höfundur: Richard Herring
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson
Flytjandi: Auðunn Blöndal.
ÞAÐ er ekki að spyrja að okkur karlmönnum. Að sjálfsögðu var ekki hægt að sjá einlæga, kröftuga og, það verður að viðurkennast, dálítið barnalega krossferð Evu Ensler fyrir kynfrelsi kvenna í friði. Í framhaldi af Píkusögum hlaut að koma Typpatal, og það gat aldrei orðið annað ein stólpagrín. Það góða er að grínið er meira og minna á okkar kostnað, en engu að síður ber það vott um að við höfum sterka tilhneygingu til að mæta alvarlegum vangaveltum kvenna um málefni kynjanna með djúpstæðu alvöruleysi.
Að forminu til er Typpatal fyrirlestur, með Power Point sýningu, kökuritum og öllu, um niðustöður “rannsóknar” sem höfundur sýningarinnar segist hafa gert á netinu. Brandararnir byggjast á hvernig lagt er út af niðurstöðunum, og svo náttúrulega eru sum svörin bráðhlægileg í sjálfu sér. Viðfangsefnin eru gamalkunn: stærð, úthald, sjálfsfróun, getuleysi, samkynhneigð, og svo náttúrulega hinir ýmsu vinklar á samskiptum við hitt kynið. Allt er það frekar hellisbúalegt eins og við er að búast, og það verður að viðurkennast að efnið sem þeir Auðunn og Sigurður vinna hér með er ekki upp á sérlega marga fiska. Alls ekki ónýtt, en dálítið jaskað og þreytt, kannski ekki ósvipað ástandinu á manngreyinu sem samkvæmt sýningunni átti hæsta “skorið” í könnuninni um tíðni sjálfsfróunar.
Góðu fréttirnar eru aftur á móti frammistaða Auðuns Blöndal, sem mér hefur hingað til virst vera svona heldur í aftursætinu meðal “Strákanna” hvað varðar skophæfileika. Þar líður hann sjálfsagt fyrir að vera ekki eins trúðslega vaxinn og Sveppi eða jafn eðlisfyndinn og Pétur. Kannski einfaldlega of myndarlegur, sem hjálpar mönnum ekki alltaf til að vekja hlátur. Hér sýnir hann hinsvegar alveg prýðileg tök á list uppistandarans, tímasetningar bjuggu iðulega til áhrifarík “pöns” úr þunnum bröndurum og honum tókst vel virka “spontant”, telja okkur trú um að þaulæft eintalið væri fullt af hugmyndum sem væru að kvikna á staðnum. Samband Auðuns við salinn var góð, það er kraftur og snerpa í flutningnum. Reikna má með að hér hafi fjölþætt reynsla og hæfileikar Sigurðar Sigurjónssonar komið flytjandnanum í góðar þarfir. Staðfærslan og heimfæring efnisins á íslenskan veruleika prýðilega lukkuð.
Typpatal er prýðileg léttmetissýning, best þegar hún er kjánalegust, verst þegar hún reynir að láta eins og verið sé að tala í alvöru. Sem betur fer skilur hún ekkert eftir sig nema innsýn í víðtækt notagildi Royal-búðinga og aukið álit á Auðunni Blöndal sem uppistandara.
NASA 30. nóvember 2005.
Höfundur: Richard Herring
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson
Flytjandi: Auðunn Blöndal.
Strákahúmor
ÞAÐ er ekki að spyrja að okkur karlmönnum. Að sjálfsögðu var ekki hægt að sjá einlæga, kröftuga og, það verður að viðurkennast, dálítið barnalega krossferð Evu Ensler fyrir kynfrelsi kvenna í friði. Í framhaldi af Píkusögum hlaut að koma Typpatal, og það gat aldrei orðið annað ein stólpagrín. Það góða er að grínið er meira og minna á okkar kostnað, en engu að síður ber það vott um að við höfum sterka tilhneygingu til að mæta alvarlegum vangaveltum kvenna um málefni kynjanna með djúpstæðu alvöruleysi.
Að forminu til er Typpatal fyrirlestur, með Power Point sýningu, kökuritum og öllu, um niðustöður “rannsóknar” sem höfundur sýningarinnar segist hafa gert á netinu. Brandararnir byggjast á hvernig lagt er út af niðurstöðunum, og svo náttúrulega eru sum svörin bráðhlægileg í sjálfu sér. Viðfangsefnin eru gamalkunn: stærð, úthald, sjálfsfróun, getuleysi, samkynhneigð, og svo náttúrulega hinir ýmsu vinklar á samskiptum við hitt kynið. Allt er það frekar hellisbúalegt eins og við er að búast, og það verður að viðurkennast að efnið sem þeir Auðunn og Sigurður vinna hér með er ekki upp á sérlega marga fiska. Alls ekki ónýtt, en dálítið jaskað og þreytt, kannski ekki ósvipað ástandinu á manngreyinu sem samkvæmt sýningunni átti hæsta “skorið” í könnuninni um tíðni sjálfsfróunar.
Góðu fréttirnar eru aftur á móti frammistaða Auðuns Blöndal, sem mér hefur hingað til virst vera svona heldur í aftursætinu meðal “Strákanna” hvað varðar skophæfileika. Þar líður hann sjálfsagt fyrir að vera ekki eins trúðslega vaxinn og Sveppi eða jafn eðlisfyndinn og Pétur. Kannski einfaldlega of myndarlegur, sem hjálpar mönnum ekki alltaf til að vekja hlátur. Hér sýnir hann hinsvegar alveg prýðileg tök á list uppistandarans, tímasetningar bjuggu iðulega til áhrifarík “pöns” úr þunnum bröndurum og honum tókst vel virka “spontant”, telja okkur trú um að þaulæft eintalið væri fullt af hugmyndum sem væru að kvikna á staðnum. Samband Auðuns við salinn var góð, það er kraftur og snerpa í flutningnum. Reikna má með að hér hafi fjölþætt reynsla og hæfileikar Sigurðar Sigurjónssonar komið flytjandnanum í góðar þarfir. Staðfærslan og heimfæring efnisins á íslenskan veruleika prýðilega lukkuð.
Typpatal er prýðileg léttmetissýning, best þegar hún er kjánalegust, verst þegar hún reynir að láta eins og verið sé að tala í alvöru. Sem betur fer skilur hún ekkert eftir sig nema innsýn í víðtækt notagildi Royal-búðinga og aukið álit á Auðunni Blöndal sem uppistandara.
<< Home