Hvað ef?
540 gólf, SÁÁ og Hafnarfjarðarleikhúsið Höfundar: Einar Már Guðmundsson, Valgeir Skagfjörð og hópurinn. Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson, leikmynd Þórarinn Blöndal, búningar og förðun: Helga Rún Pálsdóttir. Leikendur: Brynja Valdís Gísladóttir, Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Orri Huginn Ágústson. Hafnarfjarðarleikhúsinu 29. mars 2006.
Rýni skortir innsýn í þennan menningarkima til að leggja mat á hvort mikið nýjabrum er að nálgun hópsins hvað varðar viðfangsefnið sjálft. Tilfinningin segir mér að svo sé ekki. Þó ár og dagur sé síðan einhverjum þótti ómaksins vert að vara mig við fíkniefnadjöflinum man ég ekki betur en sá áróður hafi einmitt einkennst af hryllingssögum um langt leidda sprautufíkla og áherslu á hvað leiðin er stutt frá fyrsta vínsopanum í ræsið. Einnig sögur um varanlegan skaða og jafnvel dauðsföll eftir skammvinnt fikt með ólögleg fíkniefni. Nú eins og þá er ég efins um aðferðina. Vissulega áhrifaríkar sögur, en ef fókusinn er svona sterkt á verstu dæmin og alvarlegustu möguleikana þarf ekki nema eitt dæmi um einhvern sem ekki fór illa út úr viðskiptum sínum við efnin til að gera göfugan boðskapinn ótrúverðugan.
Í sýningunni er öllum leikhúsmeðulum beitt. Það er sungið og spilað, skjávarpi sýnir blaðafregnir úr fíkniefnaheiminum og skýringarmyndir af heilastarfseminni. Dramatísk eintöl, trúðleikur, persónulegar játningar leikendanna og sögur úr fórum viðmælenda þeirra. Á stundum keyrði sundurgerðin úr hófi, aðallega vegna þess að eitt atriði leiddi ekki eðlilega af öðru innihaldslega séð. Þá er mér til efs að tölfræðilegar upplýsingar hafi áhrif á viðhorf eða ákvarðanir einstaklinga. Mun auðveldara var að tengja sjálfan sig við fróðleik um efnaskipti í heilanum og áhrif eiturefna á þau. Langsterkust voru atriði sem byggðust á frásögnum fíkla, hvort sem leikararnir brugðu sér í hlutverk þeirra eða sögðu frá þeim. Sennilega hefði meira að segja mátt hnykkja enn betur á því í upphafi að um sannar sögur er að ræða.
Hvað leikrænan búning varðar þá er sýningin harla góð. Eitursnjöll (ef svo má að orði komast) leikmyndalausn býr til möguleika á fumlausum og eldsnöggum umbreytingum sem lék í höndum þátttakenda. Öll náðu þau líka að glansa í sýningunni sjálfri þar sem formið gaf tilefni til. Orri Huginn verulega góður í mörgum smámyndum af ógæfuunglingum, Brynja best í hlutverki Jóhönnu sem tengir sýninguna saman. Guðmundur Ingi trúverðugur sem hann sjálfur og Felix líka lipur í samskiptum við salinn.
Að ofangreindum varnöglum um ágæti áróðursleikhúss gefnum er Hvað ef? harla góð sýning. Kannski er aðstandendum hennar fullmikið niðri fyrir á köflum en hún er skemmtileg þegar það á við, dramatísk og átakanleg þegar efni standa til og kveikti greinilega áhuga ungra leikhússgesta.
Fræðið okkur og skemmtið
„FRÆÐIÐ okkur, skemmtið okkur og ekki skamma okkur.“ Nokkurn veginn þannig hljómuðu óskir grunnskólanemanna sem leikhópurinn á bak við Hvað ef? talaði við í upphafi vinnunnar við sýninguna. Ekki verður annað sagt en þau hafi fylgt þessum fyrirmælum samviskusamlega. Sýningin, sem er ætlað að forða ungum sálum frá fíkniefnabölinu, er fræðandi, fjörug og hreint ekki skömmótt.Rýni skortir innsýn í þennan menningarkima til að leggja mat á hvort mikið nýjabrum er að nálgun hópsins hvað varðar viðfangsefnið sjálft. Tilfinningin segir mér að svo sé ekki. Þó ár og dagur sé síðan einhverjum þótti ómaksins vert að vara mig við fíkniefnadjöflinum man ég ekki betur en sá áróður hafi einmitt einkennst af hryllingssögum um langt leidda sprautufíkla og áherslu á hvað leiðin er stutt frá fyrsta vínsopanum í ræsið. Einnig sögur um varanlegan skaða og jafnvel dauðsföll eftir skammvinnt fikt með ólögleg fíkniefni. Nú eins og þá er ég efins um aðferðina. Vissulega áhrifaríkar sögur, en ef fókusinn er svona sterkt á verstu dæmin og alvarlegustu möguleikana þarf ekki nema eitt dæmi um einhvern sem ekki fór illa út úr viðskiptum sínum við efnin til að gera göfugan boðskapinn ótrúverðugan.
Í sýningunni er öllum leikhúsmeðulum beitt. Það er sungið og spilað, skjávarpi sýnir blaðafregnir úr fíkniefnaheiminum og skýringarmyndir af heilastarfseminni. Dramatísk eintöl, trúðleikur, persónulegar játningar leikendanna og sögur úr fórum viðmælenda þeirra. Á stundum keyrði sundurgerðin úr hófi, aðallega vegna þess að eitt atriði leiddi ekki eðlilega af öðru innihaldslega séð. Þá er mér til efs að tölfræðilegar upplýsingar hafi áhrif á viðhorf eða ákvarðanir einstaklinga. Mun auðveldara var að tengja sjálfan sig við fróðleik um efnaskipti í heilanum og áhrif eiturefna á þau. Langsterkust voru atriði sem byggðust á frásögnum fíkla, hvort sem leikararnir brugðu sér í hlutverk þeirra eða sögðu frá þeim. Sennilega hefði meira að segja mátt hnykkja enn betur á því í upphafi að um sannar sögur er að ræða.
Hvað leikrænan búning varðar þá er sýningin harla góð. Eitursnjöll (ef svo má að orði komast) leikmyndalausn býr til möguleika á fumlausum og eldsnöggum umbreytingum sem lék í höndum þátttakenda. Öll náðu þau líka að glansa í sýningunni sjálfri þar sem formið gaf tilefni til. Orri Huginn verulega góður í mörgum smámyndum af ógæfuunglingum, Brynja best í hlutverki Jóhönnu sem tengir sýninguna saman. Guðmundur Ingi trúverðugur sem hann sjálfur og Felix líka lipur í samskiptum við salinn.
Að ofangreindum varnöglum um ágæti áróðursleikhúss gefnum er Hvað ef? harla góð sýning. Kannski er aðstandendum hennar fullmikið niðri fyrir á köflum en hún er skemmtileg þegar það á við, dramatísk og átakanleg þegar efni standa til og kveikti greinilega áhuga ungra leikhússgesta.
<< Home