Makalaus sambúð
Leikfélag Vestmannaeyja og Leikfélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
Félagsheimili Vestmannaeyja, miðvikudaginn 23. mars, 2005
Höfundur: Neil Simon
Leikstjóri og þýðandi: Ásgeir Sigurvaldason
Grunnhugmynd verksins er prýðileg. Tvær vinkonur reyna að búa saman þegar eiginmaður annarar þeirra hendir henni út. Þær eru hins vegar eins og olía og vatn og sambúðin eftir því. Þetta er ekki ýkja merkilegt verk og minnir um margt meira á framvindulausa sjónvarpssápu en sviðsleikrit. Framvindan er langdregin og bláþráðótt, enda meira lagt upp úr fyndnum tilsvörum og afgerandi og ýktum persónugerðum. Forsendur verksins eru í sjálfu sér auðþýðanlegar yfir á íslenskar aðstæður, en málið vandast þegar kemur að smáatriðum í atferli, viðhorfum og siðum þessa fólks. Þrátt fyrir nokkuð sniðuga yfirborðsstaðfærslu verður ansi margt ankannalega amerískt, kannski einmitt vegna tilraunarinnar til að láta verkið gerast hér á landi. Skiljanleg hugmynd sem gengur á endanum varla upp.
Leikhópurinn er nokkuð sterkur og sérstaka athygli vekja yngri leikarar í smærri hlutverkum sem eru lagðar með sterkum ýkjustíl sem þau reyndust valda ágætlega og uppskáru fyrir vikið mikla og verðskuldaða kátínu í salnum. Einkum var gaman af ljóskunni hjá Sigrúnu Bjarnadóttur og hinum kostulegu Spánverjum af neðri hæðinni sem Haraldur Ari Karlsson og Heimir Gústafsson nýttu til hins ýtrasta.
Í raun held ég að sýningin hefði grætt nokkuð á að sama leið hefði verið farin með burðarhlutverkin tvö. Þær Erla Ásmundsdóttir og Ásta Steinunn Ástþórsdóttir eru stólpaleikkonur, en virkuðu nokkuð stífar í þeim raunsæisstíl sem lagður var til grundvallar þeirra vinnu. Með meiri ýkjum hefði líka verið auðveldara að gera þær ólíkari, sem nokkuð vantar upp á, og hefði boðið upp á mikil skemmtilegheit sem leikstjórinn neitar sér og okkur um. Það sama á eiginlega við um vandaða og vel útfærða sviðsmyndina, hún er eiginlega of smekkleg og snyrtileg í upphafi þannig að umbreytingin eftir að ofurhúsfrúin Beta flytur inn verður varla nógu sláandi.
Allt um það þá er margt til að gleðjast yfir í Makalausri sambúð. Margir einlínubrandararnir hitta í mark og mjög er vandað til verka á öllum sviðum. Sýningin vakti enda mikla gleði í salnum og hraustleg viðbrögð í lokin. Þeir Eyjarskeggjar sem ekki hafa þegar mætt ættu að drífa sig í leikhúsið sitt.
Félagsheimili Vestmannaeyja, miðvikudaginn 23. mars, 2005
Höfundur: Neil Simon
Leikstjóri og þýðandi: Ásgeir Sigurvaldason
Olía og vatn
LEIKRIT með kynjahlutfalli í líkingu við það sem víðast hvar er raunin í leikfélögum landsins eru ekki ýkja mörg. Hvað þá góð leikrit sem eiga erindi við þátttakendur og áhorfendur. Það var því nokkuð klókt af Ásgeiri Sigurvaldasyni að grafa upp kven-endurgerð Neils Simons á karlaverkinu The Odd Couple, þýða hana og staðfæra og færa upp hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og Leikfélagi framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, en sterk hefð virðist komin á slíkar samvinnusýningar þar. Útkoman er ágætisskemmtun þó að sitthvað standi í vegi fyrir að tiltækið heppnist fullkomlega.Grunnhugmynd verksins er prýðileg. Tvær vinkonur reyna að búa saman þegar eiginmaður annarar þeirra hendir henni út. Þær eru hins vegar eins og olía og vatn og sambúðin eftir því. Þetta er ekki ýkja merkilegt verk og minnir um margt meira á framvindulausa sjónvarpssápu en sviðsleikrit. Framvindan er langdregin og bláþráðótt, enda meira lagt upp úr fyndnum tilsvörum og afgerandi og ýktum persónugerðum. Forsendur verksins eru í sjálfu sér auðþýðanlegar yfir á íslenskar aðstæður, en málið vandast þegar kemur að smáatriðum í atferli, viðhorfum og siðum þessa fólks. Þrátt fyrir nokkuð sniðuga yfirborðsstaðfærslu verður ansi margt ankannalega amerískt, kannski einmitt vegna tilraunarinnar til að láta verkið gerast hér á landi. Skiljanleg hugmynd sem gengur á endanum varla upp.
Leikhópurinn er nokkuð sterkur og sérstaka athygli vekja yngri leikarar í smærri hlutverkum sem eru lagðar með sterkum ýkjustíl sem þau reyndust valda ágætlega og uppskáru fyrir vikið mikla og verðskuldaða kátínu í salnum. Einkum var gaman af ljóskunni hjá Sigrúnu Bjarnadóttur og hinum kostulegu Spánverjum af neðri hæðinni sem Haraldur Ari Karlsson og Heimir Gústafsson nýttu til hins ýtrasta.
Í raun held ég að sýningin hefði grætt nokkuð á að sama leið hefði verið farin með burðarhlutverkin tvö. Þær Erla Ásmundsdóttir og Ásta Steinunn Ástþórsdóttir eru stólpaleikkonur, en virkuðu nokkuð stífar í þeim raunsæisstíl sem lagður var til grundvallar þeirra vinnu. Með meiri ýkjum hefði líka verið auðveldara að gera þær ólíkari, sem nokkuð vantar upp á, og hefði boðið upp á mikil skemmtilegheit sem leikstjórinn neitar sér og okkur um. Það sama á eiginlega við um vandaða og vel útfærða sviðsmyndina, hún er eiginlega of smekkleg og snyrtileg í upphafi þannig að umbreytingin eftir að ofurhúsfrúin Beta flytur inn verður varla nógu sláandi.
Allt um það þá er margt til að gleðjast yfir í Makalausri sambúð. Margir einlínubrandararnir hitta í mark og mjög er vandað til verka á öllum sviðum. Sýningin vakti enda mikla gleði í salnum og hraustleg viðbrögð í lokin. Þeir Eyjarskeggjar sem ekki hafa þegar mætt ættu að drífa sig í leikhúsið sitt.
<< Home