Ronja ræningjadóttir
Eftir Astrid Lindgren. Leikgerð: Annina Enckell. Tónlist og söngtextar: Sebastian. Þýðing leiktexta: Þorleifur Hauksson. Þýðing söngtexta: Böðvar Guðmundsson. Leikstjórn: Selma Björnsdóttir. Tónlistarstjórn og útsetningar: Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Danshöfundar: Birna Björnsdóttir og Auður B. Snorradóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Myndband: Ingi Bekk. Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson og Kristinn Gauti Einarsson. Leikarar: Salka Sól Eyfeld, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Oddur Júlíusson, Bjarni Snæbjörnsson, Þórey Birgisdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og fleiri. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 15. september 2018.
Og þess vegna er Ronja Matthíasardóttir kannski eindregnasta fyrirmyndin í öllum þessum ótrúlega sagnasjóði, þessu einstaka persónugalleríi. Þessar makalausu æfingar hennar í að detta ekki ofan í Helvítisgjána, sem auðvitað geta ekkert farið fram annars staðar en á barmi hennar, og hljóta að fela í sér hættuna sem forðast ber. Er ekki líka dásamlegt að jafnvel ofvaxna barnið Matthías skuli skilja þetta og hleypa dóttur sinni út í skóginn, þrátt fyrir allar vel þekktar hættur hans, með þau heilræði ein að vopni að passa sig og standa sig? Dramað hefst síðan þegar þetta sama hugrekki sem Ronja hefur fengið að byggja upp í glímunni við náttúru og yfirnáttúru í skóginum gefur henni kraft til að gera tvær uppreisnir gegn föður sínum. Hafna óréttlátum lífsháttum hans fyrst og harðýðgi og yfirráðum svo. Gerir það sem hún þarf að gera, því annars er maður bara lítið skítseiði, eins og Jónatan Ljónshjarta, bróðir hennar í öðrum heimi, orðaði það svo eftirminnilega.
Þessi meginþráður sögunnar um Ronju, togstreita dóttur og föður og þróun sambandsins við Birki Borkason, er einstakur í höfundarverki Lindgren, í það minnsta í fantasíudeildinni. Hann er líka kannski það eina í þessum bókum sem er beinlínis á heimavelli leikhússins. Skoðun á samskiptum fólks. Þar skína líka túlkendur helstu hlutverka í uppfærslu Þjóðleikhússins að þessu sinni. Útgeislun og óstýrlátur kraftur Sölku Sólar Eyfeld þýðir að hún er eins og sköpuð í titilhlutverkið og samleikur þeirra Sigurðar Þórs Óskarssonar í hlutverki Birkis er fallega útfærður, hjarta sýningarinnar sem slær af krafti fyrir allra augum. Það gustar líka af Erni Árnasyni í hlutverki Matthíasar, en kemur nokkuð á óvart hvað hann sýnir okkur lítið af kjánanum og karlabarninu, sem gerir Matthías svo hlægilegan og ég hefði fyrirfram haldið að yrði grunntónn túlkunar þessa tiltekna leikara. Eins er lágstemmd hófstilling áhrifamikill grunntónn í fallegri túlkun Eddu Björgvinsdóttur á Skalla-Pésu (en af hverju ekki Skalla-Petra?). Vigdís Hrefna Pálsdóttir er síðan glæsileg sem Lovísa, hin mynduga rödd skynsemi og heilbrigðrar hlýju í óstýrlátum og hávaðasömum karlaheimi Matthíasarborgar. Því þetta er óneitanlega karlaheimur, þótt fáeinir ræningjar hafi undirgengist dramatúrgíska kynskiptaaðgerð, eins og tíðarandinn kallar sem betur fer á.
Leikhúsið blómstrar þegar það stillir persónulegum átökum og sálrænum þroskaferlum upp fyrir framan okkur. Það er hins vegar svo margt annað sem þarf að gera skil í þessari sögu sem leikhús á í brösum með: Landslag og veður. Yfirnáttúrulegar verur. Og svo auðvitað hinar ógurlegu náttúruhamfarir sem verkið hefst á. Bíótæknin getur þetta, en hvorki hún né leiksviðið hafa samt roð við ímyndunarafli lesandans. Hér er öllu tjaldað til af tækni stóra sviðsins: hringsviðið snýst, ljósaróbótarnir sömuleiðis, flugkerfið þeytir skógarnornum um loftin blá og hljóðkerfið í (fullmiklum) botni. Og já, Matthíasarborg klofnar með bauki og bramli í upphafi sýningarinnar. Fáir leikstjórar standa Selmu Björnsdóttur á sporði við að halda stuðboltanum á lofti og sýningin er keyrð áfram af miklum krafti og gleði, rækilega undirstrikað með stomp- og fimleikainnblásnum dönsum Birnu Björnsdóttur og Auðar B. Snorradóttur. Samt læddist að þessum áhorfanda sá grunur að með þessari viðteknu nálgun barnastórsýninga væri leikhúsið að heyja tapað stríð á vígvelli keppinautarins. Leikhús verður aldrei bíó. Ætli leiklausnir sem virkja ímyndunarafl áhorfandans myndu kannski virka betur en tilraunir til að koma í staðinn fyrir það? Gæti leikgerð sem setti samskipti aðalpersónanna framar í forgangsröðina, gæfi tilfinningum og drama meira pláss, náð sterkari tökum á okkur?
Þetta er þriðja uppfærsla söngleiks Anninu Enckell og Sebastians á íslensku atvinnusviði. Í leikskrá kemur fram að fjölmargar aðrar leikgerðir séu til og að mínu mati er engin ástæða til að festa þessa í sessi sem einhvers konar klassík. Það er sagan sem er sígild, ekki þessi tiltekna útfærsla hennar. Það háir henni til dæmis nokkuð hvað tónlist Sebastians er óeftirminnileg og karakterlaus. Það segir sína sögu að ekkert laganna hefur fest sig á viðlíka hátt í sameiginlegt tónminni okkar og titillög leikgerðanna um Emil í Kattholti og Línu. Það sem verra er: lögin eru nánast öll almennir stemningarsöngvar, óbundnir kringumstæðum persónanna sem hefja upp raust sína og vinna engan veginn vinnuna sína sem hluti af sögunni, eins og söngleikjalög eiga að gera og er sterkasta vopn formsins. Flutningur tónlistarinnar er á hinn bóginn til mikils sóma hér, bæði undirleikur og söngur. Salka og Sigurður blómstra en þó kannski öðrum fremur Vigdís Hrefna, ekki síst í úlfasöngnum, eftirminnilegasta lagi verksins. Í fjörugum hópsöngvunum hefði þurft að gefa röddunum meira vægi í hljóðmyndinni svo orðaskil heyrðust, jafnvel tempra líka óhóflegan hljóðstyrkinn. Mögulega hoppa aðeins minna. Effektar og hljóðjafnvægi gerðu líka rassálfum, skógarnornum og grádvergum erfitt fyrir í sínum lögum, en ungu leikararnir í þeim gervum bættu það upp með kröftugri nærveru og frábærum hreyfingum.
Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar er augnayndi mikið, rómantísk og ríkulega skreytt og skapar ótal leikrými í samspili við hringsvið og lýsingu Ólafs Ágústs Stefánssonar og nýtt af fimu öryggi af leikstjóranum. Óhjákvæmilega kom skógurinn heldur illa út úr jafnvægislistinni við að gefa ólíkum athafnasvæðum Ronju rými. Eitt veglegt kirsuberjatré í þrengslum milli kletta gefur eiginlega frekar tilfinningu fyrir snotrum lystigarði en dulmögnuðum skógi með hættum og refilstigum við hvert fótmál. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur styðja, líkt og kastalaveggir Finns Arnars, hina viðteknu mynd af þessum fortíðar- og fantasíuheimi sem texti bókarinnar og myndir Ilons Wikland hafa galdrað fram í huga lesenda, kynslóð fram af kynslóð.
Í Ronju ræningjadóttur er öllu vopnabúri stóra sviðsins tjaldað til, sem sýnir virðingu hússins fyrir yngstu skjólstæðingum sínum. Mögulega hefði Þjóðleikhúsið mátt fylgja fordæmi söguhetjunnar og sýna meira hugrekki í efnistökum og nálgun en það er þó enginn efi að þar í salnum mun fjöldi barna skemmta sér, taka andköf af spennu og ískra af hlátri næstu mánuðina.
Kjarnakona verður til
Af öllu því fjölmarga sem Astrid Lindgren var til lista lagt er ég ekki frá því að hennar helsti styrkur sé hvernig hún skrifar um hugrekki. Hvers vegna það er nauðsynlegt, hvernig það birtist í breytni okkar og, síðast en ekki síst, hvernig við temjum okkur það. Þess vegna er Lína langsokkur fyrirmynd en Superman til dæmis ekki; við dáumst að ofurkröftum og fögnum afrekunum sem þeir vinna mögulega, en það er staðfastur ásetningur hennar að vera hún sjálf og lifa á eigin forsendum sem heillar öðru fremur, og sem við viljum að börnin okkar tileinki sér. Svona innan marka góðra siða að sjálfsögðu. Þess vegna er Snúður líka okkar maður í Nangijala. Í honum sjáum við það undraeðli hugrekkisins að birtast skýrast þegar sá sem sýnir það upplifir það ekki, en breytir engu að síður rétt í erfiðum aðstæðum.Og þess vegna er Ronja Matthíasardóttir kannski eindregnasta fyrirmyndin í öllum þessum ótrúlega sagnasjóði, þessu einstaka persónugalleríi. Þessar makalausu æfingar hennar í að detta ekki ofan í Helvítisgjána, sem auðvitað geta ekkert farið fram annars staðar en á barmi hennar, og hljóta að fela í sér hættuna sem forðast ber. Er ekki líka dásamlegt að jafnvel ofvaxna barnið Matthías skuli skilja þetta og hleypa dóttur sinni út í skóginn, þrátt fyrir allar vel þekktar hættur hans, með þau heilræði ein að vopni að passa sig og standa sig? Dramað hefst síðan þegar þetta sama hugrekki sem Ronja hefur fengið að byggja upp í glímunni við náttúru og yfirnáttúru í skóginum gefur henni kraft til að gera tvær uppreisnir gegn föður sínum. Hafna óréttlátum lífsháttum hans fyrst og harðýðgi og yfirráðum svo. Gerir það sem hún þarf að gera, því annars er maður bara lítið skítseiði, eins og Jónatan Ljónshjarta, bróðir hennar í öðrum heimi, orðaði það svo eftirminnilega.
Þessi meginþráður sögunnar um Ronju, togstreita dóttur og föður og þróun sambandsins við Birki Borkason, er einstakur í höfundarverki Lindgren, í það minnsta í fantasíudeildinni. Hann er líka kannski það eina í þessum bókum sem er beinlínis á heimavelli leikhússins. Skoðun á samskiptum fólks. Þar skína líka túlkendur helstu hlutverka í uppfærslu Þjóðleikhússins að þessu sinni. Útgeislun og óstýrlátur kraftur Sölku Sólar Eyfeld þýðir að hún er eins og sköpuð í titilhlutverkið og samleikur þeirra Sigurðar Þórs Óskarssonar í hlutverki Birkis er fallega útfærður, hjarta sýningarinnar sem slær af krafti fyrir allra augum. Það gustar líka af Erni Árnasyni í hlutverki Matthíasar, en kemur nokkuð á óvart hvað hann sýnir okkur lítið af kjánanum og karlabarninu, sem gerir Matthías svo hlægilegan og ég hefði fyrirfram haldið að yrði grunntónn túlkunar þessa tiltekna leikara. Eins er lágstemmd hófstilling áhrifamikill grunntónn í fallegri túlkun Eddu Björgvinsdóttur á Skalla-Pésu (en af hverju ekki Skalla-Petra?). Vigdís Hrefna Pálsdóttir er síðan glæsileg sem Lovísa, hin mynduga rödd skynsemi og heilbrigðrar hlýju í óstýrlátum og hávaðasömum karlaheimi Matthíasarborgar. Því þetta er óneitanlega karlaheimur, þótt fáeinir ræningjar hafi undirgengist dramatúrgíska kynskiptaaðgerð, eins og tíðarandinn kallar sem betur fer á.
Leikhúsið blómstrar þegar það stillir persónulegum átökum og sálrænum þroskaferlum upp fyrir framan okkur. Það er hins vegar svo margt annað sem þarf að gera skil í þessari sögu sem leikhús á í brösum með: Landslag og veður. Yfirnáttúrulegar verur. Og svo auðvitað hinar ógurlegu náttúruhamfarir sem verkið hefst á. Bíótæknin getur þetta, en hvorki hún né leiksviðið hafa samt roð við ímyndunarafli lesandans. Hér er öllu tjaldað til af tækni stóra sviðsins: hringsviðið snýst, ljósaróbótarnir sömuleiðis, flugkerfið þeytir skógarnornum um loftin blá og hljóðkerfið í (fullmiklum) botni. Og já, Matthíasarborg klofnar með bauki og bramli í upphafi sýningarinnar. Fáir leikstjórar standa Selmu Björnsdóttur á sporði við að halda stuðboltanum á lofti og sýningin er keyrð áfram af miklum krafti og gleði, rækilega undirstrikað með stomp- og fimleikainnblásnum dönsum Birnu Björnsdóttur og Auðar B. Snorradóttur. Samt læddist að þessum áhorfanda sá grunur að með þessari viðteknu nálgun barnastórsýninga væri leikhúsið að heyja tapað stríð á vígvelli keppinautarins. Leikhús verður aldrei bíó. Ætli leiklausnir sem virkja ímyndunarafl áhorfandans myndu kannski virka betur en tilraunir til að koma í staðinn fyrir það? Gæti leikgerð sem setti samskipti aðalpersónanna framar í forgangsröðina, gæfi tilfinningum og drama meira pláss, náð sterkari tökum á okkur?
Þetta er þriðja uppfærsla söngleiks Anninu Enckell og Sebastians á íslensku atvinnusviði. Í leikskrá kemur fram að fjölmargar aðrar leikgerðir séu til og að mínu mati er engin ástæða til að festa þessa í sessi sem einhvers konar klassík. Það er sagan sem er sígild, ekki þessi tiltekna útfærsla hennar. Það háir henni til dæmis nokkuð hvað tónlist Sebastians er óeftirminnileg og karakterlaus. Það segir sína sögu að ekkert laganna hefur fest sig á viðlíka hátt í sameiginlegt tónminni okkar og titillög leikgerðanna um Emil í Kattholti og Línu. Það sem verra er: lögin eru nánast öll almennir stemningarsöngvar, óbundnir kringumstæðum persónanna sem hefja upp raust sína og vinna engan veginn vinnuna sína sem hluti af sögunni, eins og söngleikjalög eiga að gera og er sterkasta vopn formsins. Flutningur tónlistarinnar er á hinn bóginn til mikils sóma hér, bæði undirleikur og söngur. Salka og Sigurður blómstra en þó kannski öðrum fremur Vigdís Hrefna, ekki síst í úlfasöngnum, eftirminnilegasta lagi verksins. Í fjörugum hópsöngvunum hefði þurft að gefa röddunum meira vægi í hljóðmyndinni svo orðaskil heyrðust, jafnvel tempra líka óhóflegan hljóðstyrkinn. Mögulega hoppa aðeins minna. Effektar og hljóðjafnvægi gerðu líka rassálfum, skógarnornum og grádvergum erfitt fyrir í sínum lögum, en ungu leikararnir í þeim gervum bættu það upp með kröftugri nærveru og frábærum hreyfingum.
Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar er augnayndi mikið, rómantísk og ríkulega skreytt og skapar ótal leikrými í samspili við hringsvið og lýsingu Ólafs Ágústs Stefánssonar og nýtt af fimu öryggi af leikstjóranum. Óhjákvæmilega kom skógurinn heldur illa út úr jafnvægislistinni við að gefa ólíkum athafnasvæðum Ronju rými. Eitt veglegt kirsuberjatré í þrengslum milli kletta gefur eiginlega frekar tilfinningu fyrir snotrum lystigarði en dulmögnuðum skógi með hættum og refilstigum við hvert fótmál. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur styðja, líkt og kastalaveggir Finns Arnars, hina viðteknu mynd af þessum fortíðar- og fantasíuheimi sem texti bókarinnar og myndir Ilons Wikland hafa galdrað fram í huga lesenda, kynslóð fram af kynslóð.
Í Ronju ræningjadóttur er öllu vopnabúri stóra sviðsins tjaldað til, sem sýnir virðingu hússins fyrir yngstu skjólstæðingum sínum. Mögulega hefði Þjóðleikhúsið mátt fylgja fordæmi söguhetjunnar og sýna meira hugrekki í efnistökum og nálgun en það er þó enginn efi að þar í salnum mun fjöldi barna skemmta sér, taka andköf af spennu og ískra af hlátri næstu mánuðina.
<< Home