50 Ways to Leave your Lover
Austurbær. Höfundur og leikari: Ólafur S.K. Þorvaldz. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Austurbæ 2. febrúar. 2007
ÓLAFUR S.K. Þorvaldz hefur ýmislegt með sér. Hann er til dæmis talsvert sannfærandi leikari, allavega í þessari sýningu. Hann greinir skýrt á milli persónanna tveggja, hins látna og þess lifandi. Kortleggur ágætlega ferð hins seinheppna unglings niður í martröð dóms og fangavistar og hefur líka skemmtileg lausatök á samskiptum við áhorfendur í hlutverki sama manns framliðins. Skematísk teikning leikstjórans á aðgreiningu þessara hlutverka er næsta óþörf þegar leikarinn sinnir því verkefni jafn skýrt og hér er raunin.
Og svo er hann að ég held bara nokkuð efnilegur leiktextahöfundur. Það birtist einna helst í upphafinu, þar sem teikning hans á persónunni og lýsingin á samdrætti söguhetjunnar og hinnar örlagaríku hjásvæfu er alveg afbragð. Skýrt, sérkennilegt og skáldlegt. Ég vona að Ólafur haldi áfram að skrifa. Gott ef það er ekki sjónarmun mikilvægara en að hann haldi áfram að leika.
En svo hallar dálítið undan fæti. Hin efnilega saga um ungmennið á útihátíðinni glutrast niður í gelgjulega fangelsisfantasíu með tilheyrandi þráhyggju um endaþarmsnauðganir, geðlyfjarúss og klisjukennda einsemd. Það verður lítið annað úr framvindu. Og vafalaust þykir höfundinum djarft af sér að láta stóru spurningunni ósvarað: hver drap stúlkuna? Nema hvað hann ljóstrar því upp í leikskránni að það var ekki söguhetjan, sem er ennþá í leikslok einna grunsamlegastur.
Sjálfsagt er það lítilmótlegt að vænta svars við því hver framdi glæpinn. Hinsvegar er sanngjarnt að krefjast áhugaverðari útkomu af ferðalagi hetjunnar niður til heljar. Sérstaklega þegar glefsur af textanum eru jafn lofandi og hér, og leikarinn jafn augljósum hæfileikum gæddur.
Niður til heljar, hérumbil
ÓLAFUR S.K. Þorvaldz hefur ýmislegt með sér. Hann er til dæmis talsvert sannfærandi leikari, allavega í þessari sýningu. Hann greinir skýrt á milli persónanna tveggja, hins látna og þess lifandi. Kortleggur ágætlega ferð hins seinheppna unglings niður í martröð dóms og fangavistar og hefur líka skemmtileg lausatök á samskiptum við áhorfendur í hlutverki sama manns framliðins. Skematísk teikning leikstjórans á aðgreiningu þessara hlutverka er næsta óþörf þegar leikarinn sinnir því verkefni jafn skýrt og hér er raunin.
Og svo er hann að ég held bara nokkuð efnilegur leiktextahöfundur. Það birtist einna helst í upphafinu, þar sem teikning hans á persónunni og lýsingin á samdrætti söguhetjunnar og hinnar örlagaríku hjásvæfu er alveg afbragð. Skýrt, sérkennilegt og skáldlegt. Ég vona að Ólafur haldi áfram að skrifa. Gott ef það er ekki sjónarmun mikilvægara en að hann haldi áfram að leika.
En svo hallar dálítið undan fæti. Hin efnilega saga um ungmennið á útihátíðinni glutrast niður í gelgjulega fangelsisfantasíu með tilheyrandi þráhyggju um endaþarmsnauðganir, geðlyfjarúss og klisjukennda einsemd. Það verður lítið annað úr framvindu. Og vafalaust þykir höfundinum djarft af sér að láta stóru spurningunni ósvarað: hver drap stúlkuna? Nema hvað hann ljóstrar því upp í leikskránni að það var ekki söguhetjan, sem er ennþá í leikslok einna grunsamlegastur.
Sjálfsagt er það lítilmótlegt að vænta svars við því hver framdi glæpinn. Hinsvegar er sanngjarnt að krefjast áhugaverðari útkomu af ferðalagi hetjunnar niður til heljar. Sérstaklega þegar glefsur af textanum eru jafn lofandi og hér, og leikarinn jafn augljósum hæfileikum gæddur.
<< Home