Skoppa og Skrítla í Þjóðleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið og Skopp sf. Handrit: Hrefna Hallgrímsdóttir, leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson, leikmynd og búningar: Katrín Þorvaldsdóttir, tónlist: Hallur Ingólfsson, lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikendur: Hrefna Hallgrímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir. 19. október 2006.
EF MARKA má frásögn í leikskrá Skoppu og Skrítlu í Þjóðleikhúsinu þá er hér á ferðinni afrakstur þess hugsjónastarfs að búa til leikið efni fyrir yngstu börnin, eða frá 9 mánaða aldri. Það var ekki annað að sjá á barnaskaranum á sýningunni á sunnudaginn en að það gengi mætavel. Börnin hæfilega stillt og með á nótunum undir lipurri leiðsögn Skoppu og Skrítlu.
Þær stöllur hafa birst á ýmsum sviðum, í Fjölskyldugarðinum og nú í vetur í Sjónvarpinu, svo það var vel til fundið hjá þeim að ramma Þjóðleikhússýninguna sína inn í kennslustund í því að fara í leikhús.
Kannski hefði sá þráður mátt jafnvel vera fyrirferðarmeiri og stýra betur því sem gerist, sýningin er dálítið tætingsleg með atriðum úr ýmsum áttum og brýrnar milli þeirra oft nokkuð veikburða. En ekki truflaði það þá sem henni var beint að, svo hvað er ég að kvarta?
Það er hlý og notaleg stemming í þessari samverustund. Þær Hrefna og Linda hafa greinilega gott lag á samskiptum við börnin og þó þær bregði stundum fyrir sig þessum sérkennilega leikstíl sem viðtekinn er í smábarnaleikritum þá kemur það greinilega ekkert að sök þó svo miðaldra leikrýnir með fullorðinsskráp geti látið það fara í taugarnar á sér.
Skoppa og Skrítla leiða skarann úr anddyri Þjóðleikhússins inn í fagurlega skreytt rými sitt uppi undir rjáfri og hefja sína fjölbreyttu dagskrá. Þær segja frá leikhúsinu, syngja, bregða sér í ólík gervi og hefja að lokum leitina að Lúsí vinkonu sinni, en það atriði er hryggjarstykkið í sýningunni.
Fljótlega kemur í ljós að hinir ungu áhorfendur hafa mest gaman af nákvæmlega sambærilegum hlutum og við hin. Þau skríkja af gleði þegar Skoppa og Skrítla eru vitlausari en þau. Þau springa úr hlátri þegar prump og annað þessháttar ber á góma. Og þau taka andköf þegar óvæntir hlutir gerast. Það sem vantar í sýninguna af grunnþáttum leikhússins: framvinda, persónuþróun, andlegt ferðalag þátttakendanna, kemur væntanlega síðar inn í leikhúsreynslu barnanna. Þessi sýning gerir vel það sem hún gerir, og sennilega ósanngjarnt að krefjast þess að hún geri meira en það. Frumsamin lög Halls Ingólfssonar eru ljúf í eyrum, flutningur þeirra ágætur, leikmyndin töfrum slungin. Það er fallegt andrúmsloft í sýningunni og vel má vera að hún sé á misskilningi byggð, tilfinning mín um að hér hefði mátt setja meira kjöt og feitari bita í pottinn.
Leikhús fyrir byrjendur
EF MARKA má frásögn í leikskrá Skoppu og Skrítlu í Þjóðleikhúsinu þá er hér á ferðinni afrakstur þess hugsjónastarfs að búa til leikið efni fyrir yngstu börnin, eða frá 9 mánaða aldri. Það var ekki annað að sjá á barnaskaranum á sýningunni á sunnudaginn en að það gengi mætavel. Börnin hæfilega stillt og með á nótunum undir lipurri leiðsögn Skoppu og Skrítlu.
Þær stöllur hafa birst á ýmsum sviðum, í Fjölskyldugarðinum og nú í vetur í Sjónvarpinu, svo það var vel til fundið hjá þeim að ramma Þjóðleikhússýninguna sína inn í kennslustund í því að fara í leikhús.
Kannski hefði sá þráður mátt jafnvel vera fyrirferðarmeiri og stýra betur því sem gerist, sýningin er dálítið tætingsleg með atriðum úr ýmsum áttum og brýrnar milli þeirra oft nokkuð veikburða. En ekki truflaði það þá sem henni var beint að, svo hvað er ég að kvarta?
Það er hlý og notaleg stemming í þessari samverustund. Þær Hrefna og Linda hafa greinilega gott lag á samskiptum við börnin og þó þær bregði stundum fyrir sig þessum sérkennilega leikstíl sem viðtekinn er í smábarnaleikritum þá kemur það greinilega ekkert að sök þó svo miðaldra leikrýnir með fullorðinsskráp geti látið það fara í taugarnar á sér.
Skoppa og Skrítla leiða skarann úr anddyri Þjóðleikhússins inn í fagurlega skreytt rými sitt uppi undir rjáfri og hefja sína fjölbreyttu dagskrá. Þær segja frá leikhúsinu, syngja, bregða sér í ólík gervi og hefja að lokum leitina að Lúsí vinkonu sinni, en það atriði er hryggjarstykkið í sýningunni.
Fljótlega kemur í ljós að hinir ungu áhorfendur hafa mest gaman af nákvæmlega sambærilegum hlutum og við hin. Þau skríkja af gleði þegar Skoppa og Skrítla eru vitlausari en þau. Þau springa úr hlátri þegar prump og annað þessháttar ber á góma. Og þau taka andköf þegar óvæntir hlutir gerast. Það sem vantar í sýninguna af grunnþáttum leikhússins: framvinda, persónuþróun, andlegt ferðalag þátttakendanna, kemur væntanlega síðar inn í leikhúsreynslu barnanna. Þessi sýning gerir vel það sem hún gerir, og sennilega ósanngjarnt að krefjast þess að hún geri meira en það. Frumsamin lög Halls Ingólfssonar eru ljúf í eyrum, flutningur þeirra ágætur, leikmyndin töfrum slungin. Það er fallegt andrúmsloft í sýningunni og vel má vera að hún sé á misskilningi byggð, tilfinning mín um að hér hefði mátt setja meira kjöt og feitari bita í pottinn.
<< Home